AstaLýsi – 2 í pakka

Fæðubótarefni

AstaLýsi smellpassar í morgunrútínuna!

AstaLýsi er einstök blanda af íslensku Astaxanthin, Omega-3 og D-vítamíni, öll innihaldsefnin styðja við hraustan líkama, sannkölluð þrenna af góðgæti fyrir líkamann. AstaLýsi er í senn meinhollt og bragðgott, en hefur lýsið verið verðlaunað af iTQi fyrir bragðgæði þess.

Góð heilsuáhrif lýsis eru vel þekkt en við höfum bætt við hinu magnaða andoxunarefni Astaxanthin, omega-3 og Astaxanthin vinna vel saman og magna áhrif hvers annars á líkamann. Þessi efni eru talin minnka bólgur í vefjum líkamans sem stuðla að bættri starfsemi hjarta, heila og augna.

  Ein flaska af AstaLýsi gefur þér um 34 teskeiðar. Við seljum tvær flöskur af AstaLýsi saman í pakka.

  Astaxanthin er eitt öflugasta andoxunarefni móður náttúru, það ver frumur fyrir oxun og sindurefnum. Astaxanthin hefur margvísleg áhrif á líkamann, húð, vöðvar, liðbönd, augu og hjarta- og æðakerfi eru öll móttækileg fyrir Astaxanthin, sem gerir það einstaklega virkt meðal andoxunarefna.

  Lykillinn að okkar hreina og náttúrulega íslenska Astaxanthin eru smáþörungarnir Haematococcus pluvialis sem stútfullir eru af góðum næringarefnum.

  Innihaldslýsing: Omega-3 lýsi (fiskiolía), AstaKey® Astaxanthin rík olía úr smáþörungum (Haematococcus pluvialis), náttúrulegt bragðefni, E-vítamín (náttúruleg tókóferól), D-vítamín (kólekalsíferól).

  Ráðlagður daglegur neysluskammtur: 1 teskeið (5 ml).
  1 teskeið inniheldur:
  Omega-3: 1300 mg
  Þar af EPA: 560 mg
  Þar af DHA: 450 mg
  AstaKey® Astaxanthin: 2 mg
  A-vítamín: 560 µg¹
  D-vítamín: 20 µg²
  E-vítamín: 4 mg³
  ¹70%, ²400%, ³33% af næringarviðmiði fyrir fullorðna.

  Pakkningarstærð: 170 ml.
  Geymist í kæli í allt að 2 mánuði eftir opnun.
  Geymist þar sem börn ná ekki til.

  Ekki er ráðlagt að neyta meira af vörunni er ráðlagður daglegur neysluskammtur segir til um.
  Fæðubótarefni koma ekki í stað fjölbreyttrar og hollrar fæðu.
  Barnshafandi konum, konur með barn á brjósti, börn undir 18 ára aldri og fólk með sjúkdóma er ávalt ráðlagt að leita álits læknis eða annars sérfræðings áður en tekin eru inn fæðubótarefni.

  AstaLýsi – 2 í pakka

  (1 umsagnir)

  3.998 kr.

  Áskriftar valmöguleikar:

  1 review for AstaLýsi - 2 í pakka

  1. Aron

   Ég tek Astalýsi á hverjum morgni! Það veitir mér góða orku yfir daginn.

  Add a review

  Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

  17 + 2 =

  Endurgjöf og ábendingar frá viðskiptavinum eru mikils virði fyrir starfsfólk KeyNatura.

  Segðu okkur þína sögu? Senda

  SagaNatura ehf.

  Suðurhella 8, 221 Hafnafjörður

  +354 562 8872

  Kt: 580914-1280

  Your Cart
  0