Raftvennan

Fæðubótarefni

Í samstarfi við Rafíþróttadeild Fylkis kynnum við með stolti Raftvennuna. Raftvennan er sérstök blanda sem er sérstaklega sett saman með þarfir rafíþróttaspilara í huga. Raftvennan inniheldur AstaEnergy sem sér til þess að þú sért eins einbeitt/ur og hægt er, með snerpuna uppá 10 og tilbúinn í átökin sem fylgja spilamennsku í hæsta gæðaflokki. Einnig er SagaMemo í pakkanum, sem sér til þess að þú gleymir engu sem sett var upp fyrir leiki á stóra sviðinu. Meistaraflokkar í rafíþróttadeild Fylkis hafa verið að nota Raftvennuna og finna þeir fyrir bættri orku og einbeitingu á meðan þeir spila.

AstaEnergy er frábært fæðubótarefni sem er hannað fyrir þá sem vilja hámarka andlega og líkamlega getu.

AstaEnergy Innihaldslýsing: Burnirót, Guarana fræ extrakt, AstaKey® Astaxanthin-ríkir smáþörungar (Haematococcus pluvialis), L-theanín, B5-vítamín, B6-vítamín, B12-vítamín.

Ráðlagður dagskammtur: 2 hylki á dag.

SagaMemo er fæðubótarefni sem hefur þá eiginleika að viðhalda góðu minni, athygli og heilbrigðri heilastarfsemi.

SagaMemo Innihaldslýsing: hvannarfræjaextract, bacopa monnieri extract, járn, bambus extract og sink.

Ráðlagður dagskammtur: 1 hylki á dag.

Fæðubótarefnin skulu geymast á þurrum, svölum stað þar sem börn ná ekki til.

Ekki er ráðlagt að neyta meira af vörunni er ráðlagður daglegur neysluskammtur segir til um.
Fæðubótarefni koma ekki í stað fjölbreyttrar og hollrar fæðu.
Barnshafandi konum, konur með barn á brjósti, börn undir 18 ára aldri og fólk með sjúkdóma er ávalt ráðlagt að leita álits læknis eða annars sérfræðings áður en tekin eru inn fæðubótarefni.

Við kaup á raftvennu styður þú við rafíþróttadeild Fylkis

Raftvennan

(1 umsagnir)

6.000 kr.

Out of stock

Mér finnst þetta frábært, maður fær mikla auka orku en á sama tíma einbeittur og yfirvegaður, gott bæði fyrir CS:GO og til að byrja vinnudaginn. 

Andri "monteLiciouz" Reynisson, Leikmaður meistaraflokk Fylkis í CS:GO

Ég fæ mér Asta Energy fyrir öll spilakvöld, það er ótrúlegt hvað maður verður einbeittari og spilar langt um betur. Maður heldur fókus og veitir mér góða orku sem ég krassa ekki eftir á eins og með orkudrykki. Það verður auðveldara að halda línunni og viðbragðstíminn eykst. Energy er leynivopnið mitt sem kemur mér lengra í leiknum. 

Aron “Folter***” Ólafsson, fyrrum leikmaður

“Ég hef verið að notast við Raftvennuna og finn ég mikinn mun, bæði þegar ég er að æfa og keppa í fótbolta en líka þegar ég spila FIFA, hvort sem það er heima í tölvunni eða uppí stúdíó þegar pressan er mikil.

Róbert Sigurþórsson, Leikmaður meistaraflokk Fylkis og íslandsmeistari í FIFA.

1 review for Raftvennan

  1. Þórmundur

    Frábær tvenna sem ég mæli sterklega með! Gefur manni aukna orku og hjálpar manni að halda einbeitingu út daginn, hvort sem það sé í starfi eða leik!

Add a review

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

seventeen + eight =

SagaNatura ehf.

Suðurhella 8, 221 Hafnafjörður

+354 562 8872

Kt: 580914-1280

Karfan þín
0